Tuesday, April 21, 2009

Tid elskuleg...

Goda kvoldid kaeru halsar.

Er ekki komin timi a nytt blog?... ju, eg held tad. Einn , tveir & byrja !

Nuna fer april senn ad lida og nyr manudur tekur vid, t.e mai manudur. Tad er margt sem bydur min tann manud, fleiri og fleiri stelpur i skolanum sem eru aestar ad fara med mig ad versla og i karoki, gullna vikan (vika i byrjun mars sem er fri vika fyrir skola og margt vinandi folk), AFS- vidburdur, ljosmyndataka af mer klaeddri i kimono og eg veit ekki hvad og hvad. En meira um tad allt saman i bloggum framtidarinnar. I seinasta bloggi skildi eg vid ykkur um midjan april, tar af leydandi tek eg tradinn upp tar.

Eg verd ad vidurkenna ad fyrsta vikan i skolanum var ansi strembinn og a tessum tima atti eg toluvert erfitt. Eg veit ekki alveg hvad var ad hrja mig en eg vil meina ad menningarsjokk hafi komid upp innra med mer. Skolinn er frabrugdin ollu odru sem eg hef upplifad og tar af leydandi tarf eg tima til ad adlagast og svoleidis. Skritid ad upplifa tad lika ad vera einhvern veginn allt odruvisi en allir adrir i kringum tig og geta ekkert i rauninni tjad sig almennilega.
Tessi vika endadi med tvi ad eg fekk aelupest og lag fyrir alla paskahelgina. An efa leidilegustu paskar sem eg hef upplifad. En Japanir vita nanast ekkert hvad paskar eru svoleidis ad eg missti ekkert af miklu.

Nuna tegar 3 vikan i skolanum er hafin er allt menningarsjokk horfid og eg er farin ad geta bordad aftur. Jeij. Eg fae lika alltaf svo gott nesti med mer i skolann sem fosturmodir min eldar a morgnanna. Svona ekta japanskt onigiri (rice ball) og udon- eda sorbanudlur.. mjog gott. Tad er lika mjog gaman ad segja fra tvi ad eg er ordin ansi had hrisgrjonum. Eg, manneskja sem hef aldrei verid neitt mikid i hrisgrjonunum. En tad er margt sem breytist tegar madur fer i svona olika menningu skal eg segja ykkur.
Skolalifid er eins og eg sagdi fra adur odruvisi, i fyrsta lagi skil eg ekki svona 99% ad tvi sem fer fram i kennslustundum og get ekki lesid kennslubaekurnar tar sem taer eru allar skrifadar med billion kanji taknum. Eg er i rauninni bara skiptineminn sem situr a aftasta bekk nidur sokkinn vid ad glosa ny ord. Eg fae samt tvisvar i viku einka tima i japonsku tar sem eg get fengid ad njota min. Eg hef komist ad raun um tad ad mer finnst japanska otrulega spennandi og skemmtilegt tungumal og er mjog akof i einkatimunum. Svo er eg i tveim mismunandi sauma afongum. I einum er eg med stelpum i fyrsta bekk (i High school, s.s. 16 ara) og tar eigum vid ad sauma einhverjar baekur med myndum ad svona *kawaii* dulludyrum (mjog typiskt Japanir). En i hinum sauma afanganum er eg med minum eigin bekk og tar faum vid ad sauma yukata (japonsk klaedi, ekki svo harla olikt kimono). Tad finnst mer gedveikt! Aaetlad er ad vid ljukum vid yukata-nn i lok Desember, sem ad tydir ad eg get klarad minn og tekid med til Islands!
Svo er eg lika i staefraedi og Japanskri sogu, sem ad er oooogedslega leidilegt!! Eg veit ekkert hvad er ad gerast i tessum sogu timum nema ad eg gat skilid tad ad Japanir nota Before and after Christ vidmid sem ad mer finnst otrulega merkilegt. Staerfraedin er sidan eitthvad sem eg er longu buin ad laera hja Joa kallinum. I Japan er samt bannad ad nota vasareikna tannig ad madur tarf ad reikna allt i huganum, teir laera tvi einhverjar serstakar reglur vid tad i barnaskola og tess vegna er minn staerdfraedibakgrunnur bara allt odruvisi.
Svo er tad enskan, en tar laetur Comine sensei mig lesa upp ensk ord fyrir bekkinn og svo eiga taer ad herma eftir mer. Japanir eru hraedilegir i ad bera fram ensku, i japonsku enda oll ord a serhljoda og tess vegna gera teir tad tegar teir tala ensku. Vid erum meira ad segja i ser ensku tall tima einu sinni i viku. I teim timum er hlustad a svona geisladiska tar sem einhver kani segir a father and a mother and a brother and a sister (tad er svona taktur undir) svo eigum vid ad herma eftir.

Eg hef kynnst fullt af stelpum sidan ad eg byrjadi i skolanum og taer eru allar mjog spenntar vid ad fara med mig eitthvert ad versla eda fara med mig i Disneyland. Allar Japanskar stelpur elska disney og dulludot og High School musical og pericura (svona myndavelar) og ad versla. Eg er samt buin ad kynnast einni stelpu, hun heitir Mika, sem ad sker sig sma ur. Hun hefur mikin ahuga a myndlist og tonlist og vid erum eigilega bara svolitid likar. Hun nadi ad plata mig i listaklubbinn i skolanum og nuna er eg i myndlist trisvar viku eftir skola sem ad otrulega gaman. Svo forum vid, listaklubburinn, i svona klubbsferd eitthvert ut a land. Mika elskar Starbucks og langar mikid ad fara med mer a Starbuck og syna mer listasofn i Tokyo. Bradlega aetlum vid svo ad fara til Harajuku med Anna (sem er onnur stelpa i skolanum og er otrulega fin lika) og kikja a nyja HandM bud sem var verid ad opna og er a 5 haedum.

Seinasta Sunnudag for eg med nokkrum skolasystrum minum til Kichijoji og i fyrsta skiptid i ekta japanskt karoki. Tad var ogedslega gaman og eg a orugglega eftir ad gera mikid af tvi i framtidinni!! I Japan faer hver vinahopur svona ser klefa fyrir sig med sjonvarpi og ollum graejum. Svo getur madur pantad ser mat og eitthvad ad drekka. Urvalid a logum er lika otakmarkad! Tad er allt i bodi..

Nuna fer odum ad syttast i afmaelid mitt sem vill svo skemmtilega til er hatidardagur i Japan. A tessum degi, 29 april, faeddist einhver gamall keisari og tessi dagur er haldinn hatidlegur. Ekkert leidinlegt tad.. en ta verdur orugglega gert eitthvad skemmtilegt.

jaeja... ta held eg ad tetta se bara ordid gott i bili.

- otsukaresamadeshita! (tetta tydir i rauninni.. va tu hlytur ad vera ordin treytt/ur. En Japanir nota tetta ord sem einskonar.. bless-bless.. Steikt?)

7 comments:

  1. ah vá þetta hljómar allt svo vel!
    vertu vinkona Mika, hún lítur út fyrir að vera töff...
    vertu dugleg að taka myndir af öllu, ef þú stefnir ennþá á arkitektúr eftir þetta ár þá eiga þessar myndir eftir að gagnast þér í gegnum allt þitt nám!!
    kveðjur frá skotlandi..
    x Björg

    ReplyDelete
  2. Hahaha! Getur þú ekki rænt þessum ensku-talkennslu diski og komið með hann heim. Held að það gæti verið hresst!
    Á morgun fer svo dálítið í póst sem ég get ekki beðið eftir að þú fáir í hendurnar! Ég gæti svo hitt þig á spjalli eða skæpi þann 29. ef þú kærir þig um og verður ekki upptekin af því að fagna afmælisdegi gamals keisara og þín sjálfs.

    Ástarkveðjur og knús!
    Vera

    ReplyDelete
  3. Elskuleg Vera min.

    Eg hugsa ad eg geti tvi midur ekki talad vid tig a skype-inu 29 april. Fosturfjollann aetlar med mig eitthvad a flakk, t.a.l. mun allur dagurinn fara i tad. En plis, vertu heima 2 mai. Ta getum vid talad saman. Hlakka til !!

    ReplyDelete
  4. Hahaha.. Váá hvað er gaman að lesa þetta allt saman! Japanir eru greinilega mjög áhugavert fólk (otsukaresamadeshita). En ég er mjög ánægð að þú sér að finna einhverja þína líka eins og hana Miku. Það hlítur að vera þæginlegt að tala við einhvern sem skilur áhugamál þín og svona :)

    En ég verð eiginlega að tala e-ð við þig! (ef þú vilt) hvað er skype-ið þitt?

    Annars máttu vera mjög sátt með að vera losnuð úr MH í bili því kennararnir eru að fara yfirum svona rétt fyrir próf! 2 próf á morgun, 2 á miðvikudaginn. Síðan þarf ég að klára bók í ensku, íslensku, frönsku og spænsku! sæææll!!

    En enn og aftur alltaf jafn gaman að heyra frá þér!!

    Þín, Kristín

    ReplyDelete
  5. Ella Ella Ella Ella Ella Gella... Til hamingju með afmælið :D:D:D:D:D Vonandi verður flakkið skemmtilegt með familíunni!
    Gaman að fylgjast með þér, hljómar allt svaka spenndandi !!
    Lifðu heil,
    Kolla

    ReplyDelete
  6. Sæl gaman að heyra af ævintýrum þínum í Sensei landi. Gangi þér vel. Við munum fylgjast spennt með frekari afrekum.

    Kveðja

    Stórfjölskyldan í Víðihlíð og nærsveitum

    ReplyDelete
  7. Mín kæra Elín Inga.

    Komin tími á að láta í sér heyra eftir 1 og hálfan mánuð hjá þér í Japan! Hvernig hefurðu það??? ... Nei, annars... bara smá grín.

    Við skæpuðum nú í dag og það var gaman. Þú átt svo yndislega fjölskyldu þarna úti að maður verður bara hálf abbó: Pabbinn húmoristi - Mamman svo sæt og góðleg og lilla sös alger dúlla og greinilega hrifin af stóru sös :)
    Já, þetta er gaman að fá svona nýja og fína fjölskyldu.
    En þú ert nú líka fyrirmyndar dóttir. Ekki satt?

    Já, Elín mín! Njóttu nú bara þessara mánuða allra, sem vafalaust eiga eftir að hafa sinn sjarma hver og einn.

    Góða skemmtun í gullnu vikunni.
    þín mamma

    ReplyDelete