Monday, April 6, 2009

Japan eftir 3 vikna dvol.

Kaeri lesandi!

Godan daginn eda konnichiwa eins og vid segjum her i Japan.

Tad hefur margt gerst her i Japan sidan eg bloggadi seinast og tar af leytandi agaetis tilefni til tess ad blogga nyju bloggi.

I dag var fyrsti skoladagurinn minn i Musashino high school. Eg verd ad segja ad hann se ansi frabrugdin MH. I fyrsta lagi eru eingongu stelpur i tessum skola, skolinn hefst a morgnanna med einskonar Buddha athofn tar sem fer fram baena stund, nemendur turfa ad klaedast ansi *skemmtilegum* skolabuningi og nemendur eru fra aldrinum 15-17, svoleidis ad eg er elst. Eg var sett i 2 bekk tar sem var tekid mid af skolagongunni minni heima (eg er a 2 ari i MH) og er med 16 ara gomlum stelpum i bekk. En tad verdur bara agaetis breyting vonandi. Stundataflan min er lika mjog serstok, eg verd i einkakennslu i japonsku en asamt tvi er eg i liffraedi, vidskiptafraedi einhverskonar, japanskri skrautskrift, teikningu, straerdfraedi sem eg er tegar buin ad laera i MH, heimilisfraedi, ensku og eg veit ekki hvad og hvad. Allt eru tetta timar sem eru kenndir a japonsku fyrir utan enksuna. Enskan min tykir hins vegar svo otrulega god herna i Japan svoleidis ad kennarinn minn vill endilega fa mig til tess ad hjalpa ser vid kennsluna i ensku. Tad er svolitid gaman ad tvi tar sem eg er ekkert serstaklega god i ensku a islenskum maelikvarda. Skolabuningurinn er ansi gamaldags (eg mun bradlega setja einhverjar myndir af mer i honum herna inn). Buningnum fylgja svo alls konar tegundir af leykfimifotum, skom, sumarklaednadi og sokkum. Svoleidis ad eg hef naegar birgdir fyrir veturinn!

Um leid og eg byrtist i skolann i dag var strax mikid horft a mig. Eg er eini skiptineminn i tessum skola i ar og fae tvi alla athyglina. Stelpurnar i skolanum hopudust upp ad mer og vildu allar fa ad tala vid mig i einu og voru alltaf ad segja .. ooo kawaii desu (oo saet!). Eg turfti svo ad kynna mig fyrir framan alla vid skolasetninguna, a japonsku. Vaa, tessi dagur var alveg eins og eg vaeri allt i einu stodd i midri japanskri biomynd! Vid sjaum svo bara hvernig framhaldid verdur....

En annars hafa seinustu tvaer vikur verid frekar bara rolegar. Eg hef verid natturlega i frii og reynt ad slappa svolitid af enda ekki annad haegt tegar madur er nyr i svona oliku landi. En eg hef to adeins fengid ad sja meira af Tokyo borg og farid i midborgina og svoleidis. Her er otrulega mikid af folki og alls stadar trodid, sertaklega i lestunum tar sen ad ein manneskja er eins og ein sardina i heilli sardinudos! I seinustu viku for eg med systur fosturmodur minnar og dottur hennar (sem er jafngomul mer og heitir Hitomi) i baejarferd. Vid skodudum m.a. Harajuku og forum svo i svona hahysahverfi sem kallast Loppongi. I Loppongi forum vid efst upp i 52 haeda byggingu tar sem var utsyni yfir borgina. Tokyo er ekkert sma skrimsli, en samt gott skrimsli.

Nuna a tessum tima eru kyssuberjatrein lika i fullum blomstra og tvilik fegurd! Um helgina var svona AFS veisla i einum almenningsgardinum her i borg tar sem var buid ad utbua pikknikk handa okkur undir kysuberjatrjanum. Tad var voda notalegt enda er ordid ansi hlytt herna nuna, i dag komst hittin upp i 19 stig til daemis.

En nuna verd eg ad fara ad undirbua tad ad erfidari timar taka vid, skolinn og laerdomurinn og tvi verd eg kannski ekki alveg nogu dugleg vid ad blogga en eg reyni mitt besta.

Hafid tad gott tangad til naest,

Kv. Elin Inga.

P.s. Va, eg trui tvi ekki ad paskarnir seu ad koma. Herna veit nanast engin ad naesta helgi se paskahelgi.... pg eg ad byrja i skolanum tegar allir eru ad byrja i paskafrii heima.


P.s.s. Eg reyni ad sentja myndir inn sem fyrst, tvi skal eg lofa.

4 comments:

  1. Ekkert smá gaman að lesa hvað þú ert að gera, hljómar fokking klikkað!!!!
    Kv. Kristín og Óskar :)

    ReplyDelete
  2. Gaman að lesa jibbívei!
    Fyndið þetta með fyrsta daginn í skólanum, þetta hljómar nú bara fOrvitnilega, teikning og skrautskrift er alveg eitthvað fyrir þig, læriru að gera sushi í heimilisfræði? Veit ekki með viðskiptafræðiblablið en einkatímar í japönsku! Vó þú verður örugglega svona eins og Kári sagði þarna um daginn (Á EG AÐ FARA UT I BÚÐ NÚNA!)þegar þú kemur heim.
    Mér fannst líka : Tokyo er ekkert sma skrimsli, en samt gott skrimsli - nokkuð gott...

    Gangi þér vel áfram og góða skemmtun. Ég væri alveg til í að vera alltaf klædd eins og amma Inga í skólanum mínum...

    Ástarkveðjur,
    Vera og Flóki (sem er búinn að hnerra stanslaust í korter...)

    ReplyDelete
  3. Spennó! ég held þú eigir eftir að venjast dressinu og ég er ennþá viss um að þú komir heim sem skólabúningagothari ;) Hlakka geigvænlega til að sjá myndir af þér og Nippon. Við hugsum til þín hér á bæ og sendum strauma til eina útlendingsins í stelpuskólanum sem er rauðhærð, eflaust hávöxnust(eða hvað?) og awesome í ensku. Kenndu þeim setninguna: "You're my guys!".

    Kærleg kveðja,
    Kármundur.

    ReplyDelete
  4. Sæl gæskan.
    Ég faldi páskaeggið þitt og ef ég verð ekki viðþolslaus af súkkulaðifíkn hef ég vísbendingar um fundarstað til reiðu þegar þú kemur aftur.
    Hvað búa margar þjóðir í Japan? Eins og þú veist þá búa a.m.k. tveir kynþættir á Íslandi sem einkum helgast af náttúrufari. Og þú getur sagt þeim skólasystrum þínum að þú sért kynblendingur. Á meðan föðurfólk þitt sleikir sól á Suðurlandi harkar móðurfólkið af sér í hríðarbyl á Krummaskuði. Og eins og þú veist endurspeglast þetta glögglega í lundarfari, föðurfólkið blíðlynt sem uppeldisstöðvarnar á meðan harkan og keppnisskapið er yfirgengilegt meðal móðurfólksins enda þurfa hinir hæfustu að komast þar af. Vona að báðir þessir kostir komi sér vel í landi kirsuberjatrjánna, hækunnar og samúræjanna, þú dóttir írskrar melódíu og norskra skjaldarranda.
    Jing og jeng.
    Ástarkveðjur,
    Der Alte

    ReplyDelete